Haustsins fegurð hugann kætir. Horfið sumar er á braut. Dalalæða landið vætir, líður yfir jarðarskaut. Er sem jörðin andi friði. Áin niðar hægt og rótt. Senn er hnígin sól að viði. Siglt er heim af fiskimiði. Djúp er ró frá dagsins kliði. Dimmt er allt og hljótt. Stjarna björt frá himins hliði horfir yfir landsins drótt.